GagnavísindaveislaData Lab Ísland og hugbúnaðarfyrirtækið DataIku bjóða til veislu í Tjarnarbíó miðvikudaginn 26. september kl. 17–19.

Þar verður sjónum beint að nýjungum á sviði gagnavísinda (data science) og þýðingu þeirra fyrir íslenskt atvinnulíf.

Á dagskrá eru þrír fyrirlesarar sem nálgast viðfangsefnið úr ólíkum áttum.

Dagskrá

Kl 17:00 Húsið opnar

Kl 17:10 Veislan hefst

Kl 17:15 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Kl 17:25 Augustin Ador frá DataIku — How to Improve your Recommender System with Deep Learning:

Deep learning is without a doubt among the hottest topics in data science today. Computers are now more powerful than ever, and as a result, deep learning has been applied successfully by academics during the past few years. However, it is still unclear how difficult it is for businesses to apply it. We want to go beyond the buzzword and share concrete examples of where deep learning has been successfully used.

Kl 18:00 Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi Data Lab Ísland — Machine Learning breytir leiknum. Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Machine Learning eða vélrænt nám er tímamótatækni. En hvað er svona merkilegt við Machine Learning? Og hvernig eiga fyrirtæki að bregðast við til að undirbúa jarðveginn fyrir hagnýtingu hennar?

Kl 18:15 Léttar veitingar og spjall

Við súmmum sem sagt inn og út og setjum í íslenskt samhengi. Þetta er viðburður sem áhugafólk um nýsköpun og tækninýjungar ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Skráning á viðburðinn fer fram á vef Dataiku.

Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík.

Bílastæðahús í Ráðhúsinu og Hörpu.

Um DataIku

DataIku er franskt hugbúnaðarfyrirtæki stofnað árið 2013. Hugbúnaður þeirra Data Science Studio hefur vakið athygli og er talinn meðal áhugaverðustu nýjunga á sviði gagnavísinda um þessar mundir.

Um Data Lab Ísland

Data Lab Ísland er tækni- og ráðgjafafyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að leysa úr læðingi verðmæti sem felast í gögnum. Data Lab Ísland er samstarfsaðili DataIku á Ísland og notar hugbúnað þeirra í starfsemi sinni.

Source: Deep Learning on Medium